Ljósmyndasafn Reykjavíkurhefur þann skemmtilega sið að birta á vef sínum ljósmynd vikunnar með skýringatexta. Ljósmynd þessarar viku er eftir Sigurð Úlfarsson. Hún er fá árunum í kringum 1950, þegar sat ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks – svokölluð Stefanía.
Allir mögulegir hlutir voru þá skammtaðir, föt, matvæli, byggingarefni – myndin sýnir biðröð fyrir utan búð á Laugavegi.
Um þennan tíma hefur ekki sérlega mikið verið fjallað – nema hvað Jakob F. Ásgeirsson skrifaði merka bók sem nefnist Þjóð í hafti. Á þessum tíma starfaði embætti Skömmtunarstjóra ríkisins, en í kringum höftin þreifst mikil spilling og brask.
Sjá vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur með frekari skýringartexta.