fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Aldur til að kaupa áfengi og áfengissala á Íslandi – og í samanburðarlöndum

Egill Helgason
Mánudaginn 4. mars 2013 22:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem var rætt í Silfri Egils á sunnudag var samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að lækka áfengiskaupaaldur niður í átján ár og leyfa sölu á áfengi í almennum verslunum.

Það er misjafnt hvernig þessum málum er háttað í nágrannalöndum okkar. Í Noregi mega þeir sem eru eldri en 18 ára kaupa léttvín og bjór, en maður þarf að vera kominn orðinn 20 ára til að kaupa sterkt áfengi.

Það er hægt að kaupa léttöl í búðum, en annars er áfengi sem er sterkara en 4,7 prósent selt í Vinmonopolet.

Í Svíþjóð hafa þeir Systembolaget, sem samsvarar Ríkinu á Íslandi. Þar er selt allt áfengi sem er sterkara en 3,5 prósent. Áfengiskaupaaldurinn er 20 ár.

Í Finnlandi kallast hinar opinberu áfengisverslanir Alko – það er mjög sjarmerandi. Þar er selt allt áfengi sem er sterkara en 4,7 prósent. Þeir sem eru orðnir meira en 18 ára mega versla í Alko.

Í Damörku er kerfið svo allt öðruvísi og líkara því sem gerist í Þýskalandi og Bretlandi – það þýðir að áfengissala er að mestu frjáls, nema hvað takmarkanir geta verið í gildi á kvöldin.

Í Guardian í dag birtist forvitnileg grein um ríki í Bandaríkjunum sem hafi ekki gert sér grein fyrir því að bannárin eru liðin. Þar má lesa að sums staðar vestra eru í gildi mjög harðar reglur um sölu áfengis og meira að segja þekkjast ríkisverslanir í ríkjum eins og Pennsylvaníu og Utah.

Í Bandaríkjunum hafa verið í gildi lög síðan 1984 sem nefnast The National Minimum Age Drinking Act. Þar er er gert ráð fyrir að lágmarksaldurinn til að fara með áfengi sé 21 ár. Það er þó misjafnt hvernig er farið eftir þessum lögum.

UmATVR_Borgartun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta
Eyjan
Í gær

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!