Þessa mynd fann ég á Facebook. Hún er af sparimerkjunum sem börn á Íslandi á eftirstríðsárunum fengu – þetta var ennþá í gangi þegar ég var að alast upp. Þau áttu að efla sparnað og hyggindi.
En sparimerkin brunnu upp í verðbólgunni. Þau urðu lítils virði. Þetta var semsagt lexía í hagfræði – maður lærði að verðgildi peninga væri ekki treystandi. Má jafnvel segja að það hafi verið forsendubrestur þess tíma.
Á verðbólguárunum var eiginlega best að hlaupa beint út í búð og kaupa frystikistu eða þvottavél áður en peningarnir næðu að étast upp.
Nú erum við aftur á tíma þegar er varla mikið vit í að spara – eða hvað? Peningarnir missa verðgildi sitt í verðbólgunni og ávöxtunin sem bankar bjóða upp á er fremur neikvæð en hitt.