Ég held að fæstir sem fylgjast með þingstörfum úr fjarska skilji hvað liggur á að slíta þingi. Það er enn vika til páska – maður gerir ráð fyrir því að eftir páskana hefjist nokkuð snörp kosningabarátta.
Það þá um það bil 2.-3. apríl sem flautan gellur – kosningabaráttan hafin!
Enn er vika til páskahátíðarinnar, jú, þingmenn fá páskafrí eins og aðrir, en það væri svosem engin goðgá þótt þingstörfum lyki ekki fyrr en segjum þegar þrjár vikur eru í kosningar – sá dagur er 6. apríl.