Sérfræðingur í alþjóðasiglingum heldur erindi á Íslandi í gær, hann heitir Per Jessing, sagt er frá þessu á Mbl.is.
Jessing fjallar um mál sem nokkuð oft hefur verið til umræðu hér á vefnum, möguleikum á skipaflutningum yfir Norðurpólinn.
Margir hér hafa talað eins og þetta sé að verða að veruleika innan tíðar og að í þessu búi ríkuleg tækifæri fyrir Íslendinga, til dæmis með byggingu umskipunarhafnar.
Sérfræðingurinn Jessing er annarar skoðunar. Hann segir að hugmyndir um þessar siglingar séu óraunhæfar. Veður haldi áfram að vera vond í norðrinu, skyggnið sé mjög lélegt, hætta sé á ísreki, það séu til afar fá skip sem geti annast þessar siglingar, þær geti orðið mjög erfiðar. Tíminn sem myndi sparast sé ofmetinn vegna þessa.
Hann nefnir fleira, til dæmis skort á höfnum og stoðkerfum á leiðinni, sem myndi gera þessar siglingar mjög áhættusamar.
Í fréttini er klykkt út með að segja að ólíklegt sé að umskipunarhöfn á Íslandi verði að raunveruleika á næstu áratugum.