Það er stórfrétt að 60 prósent íbúðalána sem eru tekin nú skuli vera óverðtryggð.
Fréttin hefur ekki farið sérlega hátt, en þetta kom fram í svari Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvegaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar á Alþingi.
Segir að hlutur óverðtryggðra lána hafi vaxið úr einu prósent í 60 prósent á stuttu árabili.
Má kannski segja að kosningaloforðin séu farin að rætast löngu fyrir kosningar?