Píratar voru kannski dálítlir klaufar að kalla sig ekki bara Sjóræningja. Hefði eiginlega verið flottara. Hitt minnir dálítið á prímata.
En þeir hafa sumt með sér, markhópurinn er nokkuð skýr – ungt fólk sem hefur áhuga á tölvum og ýmsu sem þeim fylgir, upplýsingafrelsi og gagnsæi. Og Píratar ættu að kunna að notfæra sér tölvutæknina.
Maður sér heldur ekki betur en að svo sé á þingi sem þeir hafa opnað á netinu. Þarna er hægt að ræða ræða um ýmsa málaflokka og kjósa.
Þetta er bráðsniðugt og vel útfært, virkar örugglega betur en fámennur landsfundur nýs flokks í miðlungsstórum sal.
Sjáið með því að smella hérna.