Ég skrifaði um daginn að það sé næðingsamt á toppnum.
Framsókn er farin að finna fyrir því.
Að flokknum er sótt úr öllum áttum vegna kosningaloforða hans um verðtrygginguna.
Við sjáum þetta í pistli á Vef-Þjóðviljanum í morgun og í fyrirspurnartíma í þinginu.
Í báðum tilfellunum eiga forsvarsmenn Framsóknarflokksins erfitt með að svara þegar á þá er gengið.
Líklega þurfa þeir aðeins að ydda boðskapinn?
Það eru jú enn sex vikur til kosninga, ýmislegt gæti breyst og Sjálfstæðisflokkurinn er til dæmis mjög órólegur vegna þess að fjórðungurinn af fylginu sem hann hafði í skoðanakönnunum hefur beinlínis verið að færast yfir á Framsókn.