Lagarfljót er ein höfuðprýði einhvers fegursta héraðs á Íslandi. Sjálfur hef ég margoft komið þarna austur og átt góðar stundir við vatnið og á því – ég hef tvívegis farið í siglingu á Lagarfljóti.
Nú er sagt að liturinn á vatninu hafi breyst vegna Kárahnjúkavirkjunar, það er orðið grábrúnleit og gruggað, fiskur þrífst ekki og vatnið verður dimmt og gróðursnautt, þetta kemur fram í skýrslu frá Landsvikjun sjálfri.
Þetta er sorgleg afleiðing þessarar mestu framkvæmdar Íslandssögunnar. Áhrifin eru líklega óafturkræf og raskið mikið. En svo er hitt, það var vitað fyrirfram að þetta myndi gerast, þótt nú sé sagt vatnsmagnið en menn ætluðu. Afleiðing þess er að land við vatnið brotnar niður vegna hárrar vatnsstöðu og vegna þessa vatnið frýs ekki lengur á vetrum sökum þess að það er hlýrra.
Annars er fróðlegt að lesa þessa grein eftir Hjálmar Sveinsson, þar sem hann rifjar upp úrskurð Skipulagsstofnunar frá 2001 og hvernig valdsmenn og varðmenn þeirra stóðu í að hnekkja honum.
Atlavík, einn fegursti og ljúfasti staðurinn við Lagarfljót. Myndin er af upplýsingavef um Austurland.