fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Ferðalag Magnúsar og Þórðar Snæs um fjölmiðlana

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. mars 2013 18:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hefur Magnús Halldórsson sagt upp störfum á 365-miðlum, hann fylgir í fótspor félaga síns Þórðar Snæs Júlíussonar sem sagði upp fyrir fáum dögum.

Áður hafði Steinunni Stefánsdóttir hætt eftir langt og farsælt starf, það var í kjölfar þess að Mikael Torfason var ráðinn ritstjóri.

Þetta virðist eiga rót í óánægju inni á ritstjórn sem braust fram eftir að Magnús skrifaði bréf þar sem hann deildi hart á eigendur félagsins.

Maður spyr hversu langlífur Ólafur Þ. Stephensen verður í ritstjórastóli eftir þetta?

Magnús og Þórður eiga býsna flottan feril. Þeir voru blaðamenn á Morgunblaðinu. Eftir hrunið, þegar Morgunblaðið hafði í raun engan eiganda, tóku þeir forystu í því að skrifa um ýmis hrunmál. Líklega hefur Morgunblaðið aldrei verið nær því að stunda frjálsa blaðamennsku en á þessum stutta tíma.

Þeir hættu báðir á Morgunblaðinu eftir að Davíð Oddsson tók við ritstjórn og fóru á Viðskiptablaðið. Þaðan fóru þeir félagarnir á 365-miðla. Vistin þar verður ekki lengri.

Magnús og Þórður eru með bestu blaðamönnum á Íslandi, en það er spurning hvort einhvers staðar er pláss fyrir þá eftir þetta ferðalag? Það er ekki eins og hér sé mikill fjöldi fjölmiðla sem bíða eftir að ráða til sín slíka starfskrafta.  Hið sama má segja um Steinunni.

Þarna eru afburðablaðamenn á lausu!

Líklegt er að áherslur á Fréttablaðinu breytist talsvert við þetta. Hinn nýi ritstjóri, Mikael Torfason, sagði í viðtali fyrir nokkrum dögum að við værum of upptekin af því sem gerðist hér fyrir fimm árum – og að enn væri erfitt að fjalla um kynferðisbrot gegn börnum. Áhugasvið hans virðist liggja frekar langt frá pólitík, efnahagsmálum og viðskiptum, hann hefur skrifað tvo leiðara, annar fjallar um kynferðisbrot, hinn um fíkniefni. Eigendur 365 gætu verið alveg sáttir við þetta.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla
Eyjan
Í gær

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið