fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Með hvelli en ekki snökti?

Egill Helgason
Mánudaginn 11. mars 2013 21:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin hefur að sumu leyti styrkt stöðu sína eftir umræðuna um vantraustið í dag.

Umræðan var einstaklega slæm, full af heift og brigslyrðum, það var verið að gera upp kjörtímabilið – rétt eins og þetta væri Eldhúsdagsumræða.

En hún átti ekki að vera í dag, hún er á miðvikudaginn.

Atkvæðagreiðslan var líka að sumu leyti óskiljanleg, þingmenn sem eru á móti nýrri stjórnarskrá greiddu atkvæði með vantrausti sem er tilkomið vegna vanefnda við að koma á þessari sömu stjórnarskrá. Þetta er dæmi um rutlið sem hefur verið í þinginu lengi.

Spurning er, eftir atburði dagsins, hvort stjórnin geti látið slag standa og borið nýju stjórnarskrána undir atkvæði í þinginu?

Myndi þá verða sama staða og í dag – eða myndu einhverjir sem greiddu atkvæði móti vantraustinu skerast úr leik?

Með þessum hætti myndi ríkisstjórnin hverfa með „hvelli en ekki snökti“, svo vitnað sé í frægt kvæði.

Hugsanlega þyrftu stjórnarliðar að beita ráðum til að stöðva málþóf ef þessi leið yrði valin, það myndi valda uppnámi í þinginu, en yrði ekki endilega óvinsælt meðal kjósenda.

Þetta er semsagt einn möguleiki sem stjórnin hefur í málinu – staða stjórnarflokkanna getur tæplega versnað mikið miðað við afleita stöðu þeirra í skoðanakönnunum.

Hins vegar gæti þetta leitt til þess að meirihluti á næsta þingi teldi sig vera í fullum rétti að hunsa stjórnarskrárvinnuna – það kæmu ábyggilega fram ásakanir um ofbeldi og ofríki, að ríkisstjórn með svo nauman meirhluta og lítið fylgi eigi ekki að geta hagað sér svona í jafn stóru máli. Þannig að það er svosem ekki víst að þetta myndi færa þjóðina miklu nær nýrri stjórnarskrá.

Máski hafa stjórnarflokkarnir engu að tapa að láta sverfa til stáls?

En auðvitað myndi þetta þýða að stjórnin yrði að segja af sér ef hún tapar í þinginu og tekst ekki að koma stjórnarskránni í gegn – það gefur auga leið. Þar myndi nálægðin við kosningar engu breyta.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla
Eyjan
Í gær

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið