Í fjölmiðlum í dag er sagt frá nýju framboði sem Bjarni Harðarson og Jón Bjarnason eru með á prjónunum.
Bjarni segir að þeir séu „framsóknarkommar“.
Það er nokkuð hreinskilið. Það er nefnilega talsverður fjöldi af slíku fólki á Íslandi, en hingað til hefur enginn viljað gangast við nafngiftinni.
Það er sagt að framboðið eigi að heita Regnboginn.
Er það ekki misskilningur?
Ætti það ekki frekar að heita Sauðalitirnir?