Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands verður haldið á miðvikudag. Þetta eru miklar silkihúfusamkomur, það er ekki langt síðan að samþykktir Viðskiptaráðs urðu gjarnan að lögum á Íslandi.
Meðal auglýstra atriða eru pallborðsumræður formanna stjórnmálaflokkanna.
Það sem vekur þó meiri athygli er heiðursgesturinn og aðalræðumaðurinn.
Það er Esko Aho, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands.
Aho gengdi embætti á umbrotatímum eftir efnahagskreppuna í Finnlandi. Hann er þekktastur fyrir að hafa leitt Finnland inn í Evrópusambandið.
Það gerði hann þrátt fyrir að flokkur hans, Miðflokkurinn, væri mest allra flokka á móti ESB. En Aho tókst að breyta því, Finnland sótti um aðild að ESB 1992 og í byrjun árs 1995 gekk Finnland í sambandið – allt í valdatíð Ahos.