Eitt af því sem við ræddum um í Silfrinu í gær var gjaldeyrishöftin og hvernig þau skekkja efnahagslífið.
Gjaldeyrishöftin hægsteikja íslenskt efnahagslíf, eins og það var orðað – þeir sem eiga gjaldeyri geta keypt allt, því fólk býr við mismunandi peninga Sumir hafa afsláttarpeninga, það eru til dæmis útgerðin og þeir sem náðu að eignast gjaldeyri fyrir hrun og geta flutt hann aftur til landsins, þeir sem búa við íslensku krónuna geta ekki keppt við þetta.
Þetta býður upp á spillingu, forréttindi fárra þar sem fjöldinn á ekki möguleika, og vöntun á nýsköpun.
Þetta er í lok Vettvangs dagsins – þáttinn má sjá með því að smella hérna.