Í fréttum í gær var sagt frá því að íslenskt gullæði væri í uppsiglingu.
En þetta eru kannski ekki mikil tíðindi, því gullæði hefur verið í gangi á Íslandi í nokkur ár – í ferðaþjónustu.
Nú er spáð að fjöldi túrista á Íslandi fari að nálgast þrefalda íbúatölu þjóðarinnar.
Allir sem vettlingi geta valdið reyna að taka þátt í þessu. Ég hef heyrt nefnt að 1200 óskráð herbergi séu til leigu fyrir ferðamenn í Reykjavík – það er eins og fjögur Grand hótel – og það er rúllað út eldgömlum langferðabílum til að flytja túristana.
Þetta hefur náttúrlega kosti og galla. Það vantar að einhverju leyti innviði til að taka á móti svo mörgum ferðamönnum.
En kosturinn er meðal annars sá að tekjurnar seytla nokkuð vítt og breytt út í samfélagið, ólikt því til dæmis sem gerist í kringum sumar aðrar atvinnugreinar.