Í Kiljunni á miðvikudagskvöld fjöllum við um mikinn bókaflokk sem hefur verið að koma út undanfarna tvo áratugi. Hann nefnist Kirkjur Íslands, en þar er sagt frá kirkjubyggingum og kirkjustöðum víða um landið, sögu þeirra, arkitektúr og listmunum sem þar er að finna.. Við grípum niður í 18. bindið, en þar segir meðal annars frá Dómkirkjunni í Reykjavík og Fríkirkjunni.
Í þáttinn kemur danski höfundurinn Hanne Vibeke-Holst. Hún segir í opinskáu viðtali frá tilurð bókarinnar Iðrun, sem á metsölulista hér á Íslandi. Söguefnið eru leyndarmál sem er að finna í fjölskyldu hennar sjálfrar.
Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur: Emmu eftir Jane Austen og Sumar án karlmanna eftir Siri Hustvedt.
Bragi kíkir í gamla gestabók og gamalt skólablað.
Fríkirkjan í Reykjavík var vígð 1903 en stækkuð tvívegis eftir það. Hún var um tíma stærsta kirkja á Íslandi. Hluti hennar er teiknaður af Rögnvaldi Ólafssyni, sem má telja fyrsta eiginlega íslenska arkitektinn. Við skoðum Fríkirkjuna og Dómkirkjuna með Þorsteini Gunnarssyni sem er ritstjóri bókaflokksins Kirkjur Íslands.