fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Borðum minna kjöt – umhverfisins vegna!

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. febrúar 2013 20:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guardian fjallar um skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum þar sem segir að íbúar ríkra landa þurfi að borða helmingi minna kjöt ef ekki á að fara illa fyrir umhverfinu.

Fátt veldur meiri umhverfisspjöllum í heiminum en landbúnaður, og þá einkum hin stórvaxandi kjötframleiðsla.

Það er sífellt verið að framleiða meira og ódýara kjöt. Fólk borðar meira kjöt en fyrir fáum áratugum og kjötneysla fer vaxandi í löndum eins og Kína og Indlandi. Það munar um það.

Afleiðingin er að sífellt eru stærri svæði brotin undir landbúnað. Gríðarlega mikið er ræktað af fóðri fyrir skepnur. Það er sagt að hægt sé að fæða 800 milljónir manna á korni sem er notað til að fita búfénað í Bandaríkjunum. Meðfram stóreykst notkun áburðar, skordýaraeiturs og illgresiseyðis.

Þessi efni fara út í umhverfið með þeim afleiðingum að grunnvatn mengast – víða er reyndar gengið mjög harkalega á grunnvatnsbirgðir. Viðkvæm vistkerfi eru í hættu, býflugur drepast – svo renna efnin út  í haf þar sem verða til dauð svæði sem eru undirlögð eitruðum þörungum. Þetta eyðir á fiskistofnum.

Hin mikla orkunotkun í landbúnaði er líka ein af helstu ástæðum loftslagsbreytinga. Annað sem fylgir er gríðarleg eyðing skóga og villts gróðurlendis.

Hrossakjötshneykslið í Evrópu er svo ein afleiðing þessa. Það er leitað út um allan heim til að svara eftirspurninni eftir kjöti. Og þá þarf ekki að koma svo mjög á óvart þótt dráttarklárar frá Rúmeníu endi á diskinum – nú eða gamlir múlasnar sem hafa lokið hlutverki sínu.

Svarið er frekar einfalt – við þurfum að borða minna kjöt. En líklega er það svína- og kjúklingakjöt sem veldur minnstum skaða – þótt framleiðsluaðferðirnar séu ógeðslegar. Það er þó kannski ekki mikil ástæða að hafa teljandi áhyggjur af bændum hér upp á Íslandi með sínar litlu bújarðir og smáu bústofna. Það er framleiðsla nautakjöts sem veldur mestum skaða, en kindakjötsframleiðslan getur verið skaðvænleg líka. En stærðarhlutföllin eru misjöfn, i Ástralíu eru til dæmis sauðfjárbú með tugi þúsunda fjár.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur