fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Afslátturinn, lífeyrissjóðirnir og kaupin á Íslandsbanka

Egill Helgason
Fimmtudaginn 14. febrúar 2013 11:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagt er frá því í fjölmiðlum í dag að fjárfestar sem eiga peninga erlendis sjái sér leik á borði að koma með þá til landsins, fá góðan afslátt af íslenskum krónum, og kaupa Íslandsbanka.

Morgunblaðið segir að væntingar séu um gengi krónu gagnvart evru upp á 300 í stað 170!

Þetta er lýsandi dæmi um það sem er bogið við hagkerfið hér á tíma gjaldeyrishafta. Við höfum yfirstétt sem hefur aðgang að erlendum gjaldeyri og svo krónufólkið sem heima situr – og fær enga afslætti af sínum fjárfestingum, hvort sem er í fyrirtækjum eða bara húsnæði.

Annað í þessu er að þarna er verið að fjárfesta í fjármálastarfsemi en ekki framleiðslugreinum – þar sem vöntunin á fjárfestingu er mest. Menn gætu sagt að þar sé skortur á fjárfestingartækifærum, en vandamálið er líka að menn þora ekki að fjárfesta þar.

Það er líklegt að fjármálastarsemin skili sneggri og auðfengnari gróða. En það er þó ekki einhlítt, líkt og kemur fram  í litlu bréfi sem hollvinur síðunnar sendi:

„Vert að hafa i huga vegna kaupa lífeyrissjóða á hlut í Íslandsbanka:
– Bankinn er ekki skráður á hlutabréfamarkaði og því enginn skýr
verðmyndun með bréfin. Er það ný stefna hjá lífeyrissjóðunum að fara
að fjarfesta stórt í óskráðum félögum?
– Eigið fé bankans er afar óvíst þar sem t.d. enn liggur ekki fyrir
uppgjör vegna ólögmætra gengislána. Vita lífeyrissjóðirnir hvað þeir
eru að kaupa?
Sennilega er hæpið að nokkurs staðar á hinum Norðurlöndunum myndu
lífeyrissjóðir taka þátt í svo mikilli áhættufjárfestingu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur