Bjarni Benediktsson varpaði fram hugmynd um að selja hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóða – hann sagði að það væri aðferð til að grynnka á skuldum ríkisins og minnka vaxtagreiðslur.
Þetta hefur fengið misjafnar viðtökur.
Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um þessa hugmynd eru kaupsýslumaðurinn Sigurður Gísli Pálmason:
En eftir skoðanakönnun sem MMR birtir í dag sér maður ekki betur en að þetta sé dautt dæmi – aðeins 14,7 prósent aðspurðra segjast vilja að ríkið selji Landsvirkjun.
Það þarf a.m.k. að ræða þetta miklu meira til að sannfæra landsmenn um að þetta sé góð hugmynd – og kannski er það ekki hægt.