Stundum er merkilegt að skoða hvernig orðum er beitt í þjóðfélagsumræðu.
Það er til dæmis talað um „sjávarútveginn“, að hann skapi svo og svo mikil verðmæti. Þetta gerir nýr talsmaður LÍÚ í viðtali. Við eigum ábyggilega eftir að heyra mikið frá þessum manni, talsmenn LÍÚ eru fastagestir í fjölmiðlum.
Þegar er talað um sjávarútveginn með þessum hætti hljómar það eins og útgerðin og sjórinn séu eitt og hið sama.
En í rauninni eru þetta fiskveiðar – og það er ekki útgerðin sem skapar verðmætin. Þau eru í hafinu og bíða þess að vera sótt. Og það er pólitísk ákvörðun hvernig farið er að því og hverjir hagnast.