Líklega verður að endurskoða fullyrðingar um að í Reykjavík sé lattelepjandi kaffihúsalið sem leggur ekkert til þjóðarbúsins.
Samkvæmt þessari frétt á vef Fiskistofu var 90 þúsund tonnum af botnfiski landað í Reykjavík í fyrra – það er aðeins minna en tveimur árum áður. Grindavík kemur næst með 40 þúsund tonn.
Það er einnig merkilegt að sjá hversu lítil löndun er á Vestfjörðum – það sýnir hversu kvótinn hefur leitað þaðan þrátt fyrir einstæða legu við mið – hún hefur þó aukist ögn síðasta árið eins og sjá má á þessu stöplariti.