Icesave-dómur hefur verið felldur. Það er ánægjulegt að Ísland vinnur málið, eða svo virðist við fyrstu sýn.
En það er þarft að rifja upp hvert upphaf málsins var – óráðsía íslenskra fjármálamanna sem leiddu yfir okkur þessa skelfingu. Þetta er forsíða Icesave-netbankans.
Í framhaldi af þessu má nefna mál sem DV fjallar um í dag, enn eitt spillingarmálið sem tengist hinu furðulega eignarhaldsfélagi Exista. Í þetta sinn er það meðferðin á tryggingafélaginu VÍS sem eigendur Exista virðast hafa notað eins og hraðbanka.
Þessir íslensku fjársýslumenn virðast hafa verið einhver undarlegustu eintök sem um getur í samanlagðri sögu heimsviðskiptanna. Og stjórnvöld horfðu gapandi á.