fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Tarantino í góðu stuði

Egill Helgason
Föstudaginn 25. janúar 2013 08:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tarantino er býsna hress í Django Unchained.

Eins og endranær er hann að leika sér með alls kyns klisjur, já, og minni úr b-kvikmyndum. Hann leitar ekki alltaf fanga í því sem hefur verið talið vandað og viðurkennt. Allt er dregið mjög sterkum dráttum. Áhrif frá spaghettivestrum leyna sér heldur ekki.

Og hann dansar á mörkum hins smekklega. Það hefur hann alltaf gert, síðast í Inglorious Basterds þar sem hann var að leika sér með nasista og illsku þeirra – í Django er það þrælahaldið í suðurríkjum Bandaríkjanna.

Þrælahaldararnir eru ógurlega ógeðslegir og sóðalegir – og það finnst manni alveg ágætt. Einna andstyggilegastur er þó svarti kvislingurinn, sá sem er ómissandi hjálparhella hinna hvítu við að kúga þrælana. Hann er algjörlega fyrirlitlegur, eins og fleiri í þessari mynd.

Þetta endar allt vel og hinir vondu fá makleg málagjöld, maður fagnar því í lokin.  Upp úr stendur svo stórleikur austurríska leikarans, Christoph Waltz, en hann er í hlutverki hjartahreins mannaveiðara sem sífellt kemur á óvart. Það er unun að fylgjast með svipbrigðum Waltz og einstakri raddbeitingunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn