fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Myndir sem fá og fá ekki verðlaun

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. janúar 2013 17:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er talsvert af forvitnilegum kvikmyndum sem hafa verið gerðar síðasta árið – og sumar eru tilnefndar til Óskarsverðlauna.

Ég hef séð sumar, aðrar hef ég lesið eða heyrt um.

Argo, sem vann Golden Globe verðlaunin, fannst mér reyndar hálfgert þunnildi.

Mér skilst fólk fari að hágráta yfir allri tilfinningaseminni í Les Misérables. Jú, Victor Hugo virkar enn, 150 árum eftir útkomu bókarinnar. Ég las hana einu sinni. Hún er meira en þúsund síður, þar af ógurlega löng lýsing á orrustunni við Waterloo. Hún er varla með í myndinni. Skáldsagnahöfundar 19. aldar leyfðu sér að vera langorðir og útúrdúrasamir.

Mér finnst Amour áhugaverð, aðallega vegna leikaranna. Emmanuelle Riva varð fræg fyrir að leika í meistaraverkinu Hiroshima Mon Amour sem var gerð árið sem ég fæddist. Á móti henni leikur einn besti leikari allra tíma – já, það myndi ég segja – Jean-Louis Trintigniant. Hann lék gamlan og úfinn karl í Rauðum eftir Kieslowski fyrir meira en fimmtán árum, nú er hann enn eldri og úfnari, 82 ára.

Ég hef lesið að Lincoln sé frekar fyrirsjáanleg, stórmynd eftir stórleikstjóra með stórleikara. En pínu leiðinleg og eins og hönnuð fyrir Óskarsverðlaunin.

Mér fannst Inglorious Basterds eftir Tarantino ferlega skemmtileg. Menn sem ég tek mark á segja að Django Unchained sé nánast eins og Tarantino sé farinn að stæla Tarantino – og að myndin sé óheyrilega löng. Ég ætla samt að gefa henni séns. Tarantino hefur skemmtilega óheflað hugmyndaflug.

Zero Dark Thirty neyðist maður líklega til að sjá, þó ekki nema til að gá hvort rétt er að þar sé lofgjörð um pyntingar.

Mér finnst skrítið að Cloud Atlas sé varla tilnefnd til neinna varðlauna. Hún er skemmtilega stór í sniðum, tilraun til að miðla stórum hugmyndum í gegnum hvíta tjaldið, en alls ekki gallalaus. Ég fór svo að lesa bókina og komst að því að myndin fylgir henni svo nákvæmlega að ég hætti að nenna að lesa.

 

Jean-Louis Trintignant í kvikmyndinni Amour. Hann á ótrúlegan feril – var einstaklega gæjalegur sem kappakstursmaðurinn í Maður og kona árið 1966. Ég sá hann fyrst í þeirri dásamlegu mynd. Hann var í Il conformista eftir Bertolucci, Z eftir Costa-Gavras og Rauðum eftir Kieslowski.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?