fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Lífeyrissjóðir og kaup á Landsvirkjun

Egill Helgason
Sunnudaginn 13. janúar 2013 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er ekki alveg ný af nálinni sú hugmynd Bjarna Benediktssonar að selja Landsvirkjun – eða hluta hennar – til íslenskra lífeyrissjóða. Og að ýmsu leyti virðist hún álitleg.

Lífeyrissjóði bráðvantar hluti til að fjárfesta í. Það eru takmarkanir á því hvað þeir mega fjárfesta í útlöndum, þeir kaupa nú í stórum stíl íslensk ríkisskuldabréf – það er ekki svo margt annað í boði. Og þeir geta fjárfest á íslenskum hlutabréfamarkaði, en hætt er við því að það geti skapað verðbólur – eins og oft áður eru lífeyrissjóðirnir eins og fíll í stofu vegna stærðar sinnar.

Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir á vef Viðskiptablaðsins að til greina gæti komið að lífeyrissjóðir fengju að kaupa helmingshlut í Landsvirkjun – Bjarni talaði um þriðjungshlut. Helgi segir að ríkið þurfi ekki að eiga Landsvirkjun.

En það eru líka annmarkar á þessari hugmynd. Það er til dæmis talað um að salan gæti verið háð þeim skilyrðum að lífeyrissjóðirnir fengju ekki að selja hlutina áfram til annarra en ríkisins – ríkið myndi þá eiga forkaupsrétt.

Svo er það núverandi lágmarksávöxtunarkrafa lífeyrissjóða samkvæmt lögum. Hún er 3,5 prósent, eins óraunhæft og það kann að virðast. Getur Landsvirkjun staðið undir slíkri ávöxtun á fé lífeyrissjóða til langframa? Og ef ekki, myndi ríkið þá hafa bolmagn til að kaupa hlutina aftur – eða yrði þetta upptakturinn að almennri einkavæðingu fyrirtækisins?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?