Ég hef verið að ferðast í Bandaríkjunum.
Maður kveikir á sjónvarpinu – í landi sjónvarpsins.
Það er of mikið af auglýsingum – líklega þarf maður að vera með cable. Þættir vilja dragast mjög á langinn vegna þessa.
En svo koma þættir sem eru ansi góðir.
Eins og til dæmis Mob Wives. Raunveruleikaþáttur um konur sem eru giftar mafíósum.
Uppáhaldsþátturinn minn er samt Parking Wars.
Hann fjallar um stríð sem geisar um allan heim milli ökumanna og stöðumælavarða. Það er alls staðar eins. Búandi í miðbæ þekki ég þetta stríð nokkuð vel.
Þetta eru líka raunveruleikaþættir, teknir í stórborgum Ameríku. Maður veltir aðeins fyrir sér hvort stöðumælaverðir vestra þurfi ekki að fá skammbyssur.