fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Skuldaafskriftir að írskum hætti

Egill Helgason
Föstudaginn 19. apríl 2013 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skuldakreppa heimilanna er líklega verri en á Írlandi en á Íslandi ef eitthvað er.

Nei, Írar hafa ekki verðtryggingu, en þeir gengu í gegnum einhverja mestu húsnæðisbólu sögunnar.

Húsnæðisbólan var álíka geggjuð og bankabólan hér.

Síðan þetta hrundi árið 2008 hefur húsnæðisverð á Írlandi lækkað um helming.

Fjórðungur húsnæðiskaupenda á Írlandi er í miklum vandræðum – vanskil eru mikil. Sagt er að um 400 þúsund húsnæðiskaupendur séu í neikvæðri eiginfjárstöðu.

Financial Times greinir frá harkalegum aðgerðum sem ríkisstjórnin írska er að grípa til. Tilgangurinn er að afskrifa töluvert af húsnæðislánunum og neyða banka til að taka þátt.

En á móti koma strangar aðhaldsaðgerðir sem skuldararnir þurfa að undirgangast. Í frétt Financial Times segir að þeir þurfi að láta af utanlandsferðum, hætta að vera með gervihnattasjónvarp, þeim líðist ekki að senda börn sín í dýra einkaskóla – jú, og þeir fá ekki að eiga bíla nema í sérstökum tilvikum.

Hljómar satt að segja ekki vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks