fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Að koma atvinnulífinu í fimmta gírinn

Egill Helgason
Föstudaginn 19. apríl 2013 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er talað um nauðsyn þess að efla atvinnulífið í kosningabraráttunni, fellur reyndar aðeins í skuggann af stóra kosningamálinu, skuldaniðurfellingunni.

En hún er kannski hætt að hljóma alveg jafn vel og fyrir fáum vikum.

Rætt er um nauðsyn þess að koma atvinnulífinu í gang, jafnvel keyra það upp í fimmta gír.

En nú er það svo að ferðamannastraumur til Íslands hefur aldrei verið meiri. Aukningin er slík að við höfum ekki undan.

Sjósóknina er varla hægt að auka neitt að ráði – við höfum raunar hagnast ágætlega á makrílnum sem hefur gengið inn í íslenska landhelgi undanfarin ár.

Það tekur langan tíma að byggja upp tæknigreinar, kostar bæði fé og menntun. Við höfum ekki sýnt neina sérstaka þolinmæði í því sambandi. Aðgengi að fjármagni til uppbyggingar slíkra greina er mjög léleg.

Við einblíndum um tíma á gagnaverin, að hér yrðu sett upp stór alþjóðleg gagnaver. En svo kom í ljós Ísland hentar ekki til þessa, gagnaflutningarnir héðan yrðu of hægir og ótraustir.

Við erum þjóð í gjaldeyrishöftum sem eru ekki að hverfa næstu árin. Alþingi samþykkti síðla vetrar að framlengja þau um ótakmarkaðan tíma. Þetta gerir Ísland varla að aðlaðandi fjárfestingarkosti. Þeir sem koma hingað og vilja fjárfesta virðast aðallega vera lukkuriddarar á borð við Ross Beaty og Huang Nubo.

Gjaldmiðill okkar er ónothæfur nema í takmörkuðum viðskiptum heima, hann sveiflast upp og niður, þrátt fyrir höftin. Lánstraust Íslendinga er ekki gott.

Hvað er þá eftir? Er það fyrst og fremst stóriðja með tilheyrandi virkjunum sem menn eiga við þegar þeir segjast vilja keyra atvinnulífið af stað? Hvað annað?

Í því sambandi má reyndar nefna valkost sem Ketill Sigurjónsson skrifar um í nýjum pistli, sæstreng til Evrópu og sölu raforku um hann. Þetta virðist vera mun ábatasamara en að selja raforkuna til stóriðju og búa mætti svo um hnútana að ágóðinn nýttist almenningi á Íslandi.

Indriði H. Þorláksson skrifaði grein um arðsemi álveranna hér á Eyjuna fyrir fáum dögum. Indriði ber álverin saman við sjávarútveginn og birtir meðal annars þessa skýringarmynd.

IMG3

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks