Skoðanakönnun Gallup sem Ríkisútvarpið birti í fréttum sýnir að hörð barátta verður milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um hvor flokkurinn verður stærri eftir kosningar.
Það er mikið í húfi, sjálf embætti forsætisráðherra. Framsókn hefur forskot en það er ekki nema 2,6 prósentustig. Nú eru ekki nema átta dagar til kosninga.
Þetta eru þó algjörlega óásættanlegar tölur miðað við þær væntingar sem Sjálfstæðismenn hafa haft í gegnum tíðina – hann er einungis 0,4 prósentustigum yfir því sem hann var í kosningunum 2009.
Nokkur tilhneiging er í þá átt að fylgi sé að skila sér aftur til stjórnarflokkanna. Þeir bíða samt afhroð. Samfylkingin fer upp í 15,2 prósent, en á sama tíma dalar Björt framtíð. Hún virðist hafa toppað of snemma.
Píratarnir eru stærri en BF og reyndar er VG bara örlítið stærri en Píratar.
Dögun er svo með 3,0 prósent en Lýðræðisvaktin með 2,6 prósent. Þessir flokkar eru nokkuð frá því að komast á þing en gætu þó átt möguleika. Fyrir Flokk heimilanna, Regnbogann og Hægri græna virðist baráttan næsta vonlaus.
Regnboginn fær ekki nema 0,6 prósent.
Svo eru þeir sem ekki mælast – Alþýðufylkingin, Húmanistaflokkurinn og Landsbyggðarflokkurinn.