Gunnar Smári Egilsson dró upp þessa gömlu mynd og setti á Facebook. Hún er tekin af einum snjallasta blaðaljósmyndara þjóðarinnar, Gunnari V. Andréssyni.
Sviðið er landsfundur Sjálfstæðisflokksins 1981. Þá hafði Gunnar Thoroddsen, þáverandi varaformaður, klofið Sjálfstæðisflokkinn og myndað ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Pálmi Jónsson sem stendur og klappar ekki við hlið hans var líka í ríkisstjórninni. En Gunnar og Vala Thoroddsen sitja sem fastast.
Geir Hallgrímsson, formaður flokksins, er að halda ræðu þar sem hnum lá mjög þungt orð til Gunnars.
Gunnar ljósmyndari var svo snjall að taka ekki mynd af Geir á sviðinu, heldur af viðbrögðum Gunnars. Þar var aðalfréttin.
Og þótt landsfundarfulltrúar stæðu upp fyrir Geir og klöppuðu var það skammgóður vermir – hann hafði engin tök á flokknum á þessum tíma.