Það er margt merkilegt sem er að koma fram í kosningabaráttunni – og mér heyrist að fólk sé að fylgjast með af miklum áhuga.
Jafnvel þeir sem hafa ekki sérlega mikinn áhuga á pólitík. Þeir taka eftir hlutum sem aðrir eru kannski ekki að pæla í.
Það voru til dæmis margir sem töluðu um það eftir sjónvarpsþáttinn í gær að Sigmundur Davíð væri með bauga.
Að einhver hefði kennt Katrínu Jakobsdóttur að vera kyrr með hausinn þegar hún talar – hingað til hefur hún hrist hann dálítið stelpulega.
Að Katrín Júlíusdóttir væri líklega formaður sem hæfði Samfylkingunni betur en Árni Páll.
Að Bjarni Ben virkaði eins og hann hefði tapað sjálfstraustinu.
Að Jón Bjarnason hefði verið með regnbogabindi.
Að almennt tal Guðmundar Steingrímssonar væri ekki að virka lengur.
Og að Píratarnir segðu að lausnin sé að við förum öll á internetið – sem er þó óvíst hverju breyti, því við erum þar öll þegar.