Það fer ekki framhjá neinum sem les Viðskiptablaðið að það er fremur hallt undir Sjálfstæðisflokkinn.
Ritstjórar blaðsins eru yfirleitt sjálfstæðismenn, sem og eigendur þess.
Viðskiptablaðið birtir á morgun könnun þar sem er spurt hvort fólk vildi fremur kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Hanna Birna væri formaður en Bjarni Benediktsson.
Það kemur svosem ekki mikið á óvart að svarið er játandi hjá mörgum – talsvert stór hópur segist fremur vilja flokkinn með Hönnu Birnu í brúnni.
En nú eru ekki nema sextán dagar til kosninga. Það er væntanlega of seint að skipta um formann – eða hvað?
Er verið að þrýsta á formannsskipti á síðustu stund með þessari könnun, eða er þetta bara til upplýsingar fyrir lesendur blaðsins?
Það er svosem líklegri skýring, en víst er að þetta hjálpar ekki Sjálfstæðisflokknum í kosningabaráttunni.