Maður sér á samfylkingarfólki á Facebook að því finnst að Katrín Júlíusdóttir hafi staðið sig vel í sjónvarpskappræðum kvöldsins.
Kata sigraði! er viðkvæðið.
Og könnun sem DV er að gera virðist staðfesta þetta.
Þarna fær Samfylkingin kannski eitthvað til að gleðjast yfir, eitthvað til að koma baráttuandanum af stað, eftir afleitar fylgiskannanir undanfarið og almennt stemmingsleysi sem fylgir þeim.
Og svo sér maður að sumir eru að tala um að flokkurinn væri kannski betur staddur ef Katrín væri formaður.
Þá er eiginlega Samfylkingin komin á sama stað og Sjálfstæðisflokkurinn – með sama heilkenni.
Karlmann í forystu, en óþægilegan grun um að staðan væri betri ef konan sem er númer tvö væri í brúnni.