fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Ef Thatcher yrði jarðsett í norðrinu

Egill Helgason
Mánudaginn 8. apríl 2013 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er grínast með að halda ætti útför Margaret Thatcher í Norður-Englandi eða Skotlandi.

Hún er ekki sérlega vinsæl þar. Stefna hennar miðaðist öll við vel stæða kjósendur Íhaldsflokksins á Suður-Englandi.

Hún eyðilagði flokkinn í norðrinu – hann hefur aldrei borið sitt barr síðan.

Thatcher hafði mjög einstrengingslegar skoðanir, sumir myndu segja að hún hafi verið öfgamanneskja. Það er fremur sjaldgæft að fólk með svo róttæka hugmyndafræði komist til valda í vestrænum lýðræðisríkjum.

Hún olli sannarlega breytingum – og hún var eins langt frá því að vera sameiningarafl og hugsast getur. Enn er hún hötuð og fyrirlitin af mörgum – og þeim fer frekar fækkandi sem mæla henni bót.

Ástæðan er náttúrlega að sú tegund kapítalisma sem Thatcher boðaði þar sem allt er mælt í peningum og fjármagnið fær algjörlega lausan tauminn, hefur leitt yfir Vesturlönd djúpa kreppu sem sér ekki fyrir endann á. Í þessum heimi er vinnan flutt þangað sem launin eru lægst en peningarnir, sem ættu að fara í að borga skatta, eru geymdir á aflandseyjum.

En það var þversögn að sjálf var hún íhaldssöm, gamaldags og púrítönsk. Hún var líka eins og valtari – hafði enga tilfinningu fyrir margbreytileika og fínni blæbrigðum tilverunnar.

Samfélagið sem hún skildi eftir einkenndist af trylltri neyslu. Bretland breyttist úr samfélagi Alfred Roberts – hins vinnusama og siðprúða föður Margaret – yfir í samfélag braskarans Mark Thatcher, sonar hennar.

Hún sagði líka einhvern tíma sjálf: „Það er ekki til neitt samfélag. Það eru til einstakir karlar og einstakar konur, og það eru til fjölskyldur.“

Þetta er ótrúlega rótttæk hugmynd. Og hún gengur í berhögg við þá ímynd sem Bretar höfðu af sjálfum sér á eftirstríðsárunum, að þeir væru þjóð sem hefði þjáðst saman í tveimur mestu styrjöldum allra tíma – og komist í gegnum þær með samstöðunni. Af þessari samstöðu fæddist NHS, heilbrigðiskerfið, sem ekki einu sinni Thatcher þorði að hrófla við.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“
Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademías

Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademías
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?