Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt úrslitum í síðustu þingkosningum.
Framsóknarflokkurinn næst minnstur.
En það er Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem skorar á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, í kappræður.
Svona hefur taflið snúist við.
Og Sigmundur Davíð segir að hann hafi kannski tíma á miðvikudagskvöldið, en þá verði Árni Páll að koma á kosningafund hjá Framsókn.
Framsóknaflokkurinn, sem er í mikilli sveiflu, getur eiginlega ekki annað en grætt á þessu.
En þetta virkar eins og stórt veikleikamerki hjá Samfylkingunni og formanni hennar.