fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Þegar Þjóðhagsstofnun spáði ekki rétt

Egill Helgason
Laugardaginn 6. apríl 2013 22:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2002 var Þjóðhagsstofnun lögð niður – sennilega af því hún þótti ekki spá „rétt“.

Það var sagt að greiningardeildir banka, fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn gætu tekið við hlutverki hennar.

Um svipað leyti voru bankar á Íslandi einkavæddir, fljótlega var efnahagslífið komið algjörlega úr böndunum. Loks varð ekki við neitt ráðið – sagt er að úrslit hafi í raun verið ráðin strax 2006.

Á þessum tíma var afskaplega erfitt að fá alvöru upplýsingar um íslenskt efnahagslíf. Eftir á að hyggja var líklega ekki að marka neinn af ofangreindum aðilum sem tók við af Þjóðhagsstofnun. Upplýsingarnar voru stundum rangar og menn lásu ekki út úr þeim það sem máli skipti.

Það stigu þó fram einstaklingar sem reyndust vera ígildi þess sem Þjóðhagsstofnun hefði átt að gera. Sá sérstæðasti af þeim var Andrés Magnússon sem sýndi fram á það í greinum og viðtölum að íslenska hagkerfið væri að hruni komið.

Andrés er geðlæknir – þetta var semsagt ekki alveg hans sérsvið (eða hvað?) – tveir aðrir sem sögðu hvernig var í pottinn búið voru menntaðir í hagfræði: Ragnar Önundarson og Þorvaldur Gylfason.

Hefði Þjóðhagsstofnun varað við þróuninni í tæka tíð? Við vitum það ekki, eins og áður segir þóttu spár hennar ekki nógu bjartar.

Nú gerir fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri grín að hugmynd um að endurreisa Þjóðhagsstofnun – hún var reyndar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi 2010.

Ekki er þetta gert með neinum rökum, heldur er einungis sagt að það sé „brandari“ og „ranghugmynd“ að eftirsjá sé að Þjóðhagsstofnun.

Þetta má semsagt lesa í leiðara Morgunblaðsins í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“
Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademías

Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademías
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?