Á meðan það er Framsóknarflokkurinn sem er að taka til sín mikið af fylginu frá Sjálfstæðisflokknum, eru það ný framboð sem eru að rústa stjórnarflokkunum.
Samkvæmt síðustu könnun voru Samfylkingin og Vinstri gænir búnir að missa meira en tvoþriðjuhluta fylgisins frá þvi í síðustu kosningum.
Það er aðallega Björt framtíð sem tekur fylgi, sumir segja reyndar að flokkurinn sé útibú frá Samfylkingunni – aðeins mildari og poppaðri útgáfa af þeim flokki.
Píratar eru líka að taka fylgi frá stjórnarflokkunum og sömuleiðis Lýðræðishreyfingin. Píratar virðast ætla að sigla inn á þing – og Lýðræðisvaktin á ágæta möguleika.
Þetta þýðir að fari Framsókn og Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn, gæti stjórnarandstaðan verið mynduð úr þremur til fimm fremur litlum flokkum: Samfylkingu, Vinstri grænum, Bjartri framtið, og ef til vill Pírötum og Lýðræðisvakt.
Nú á tíma margra nýrra framboða beinist athyglin að 5 pósenta atkvæðaþröskuldinum. Hann felur í sér að enginn flokkur fær menn á þing nema hann nái yfir 5 prósenta atkvæðafjölda á landsvísu.
Í raun er þetta fjarskalega ólýðræðislegt. Áður var reglan sú að flokkar yrðu að fá að minnsta kosti einn kjördæmakjörinn mann til að komast á Alþingi.