fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Bandalag gæti breytt kosningabaráttunni

Egill Helgason
Sunnudaginn 31. mars 2013 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist vera Dögun sem sækir það einna fastast að mynda kosningabandalag með öðrum nýjum flokkum, Lýðræðisvaktinni og Pírötum.

Samningsstaða Dögunar er ekki góð – hún mælist með afar lítið fylgi í skoðakönnunum.

Enda eru Píratar, sem hafa mest fylgi nýju flokkanna (að undanskildri Bjartri framtíð), hikandi. Það er ekki nema vonlegt.

Mæling Píratanna er þó alls ekki þannig að neitt sé gefið um að þeir komi mönnum inn á þing.

Kosningabandalag þessara flokka gæti haft þau áhrif að kjósendur sem óttast að kasta atkvæði sínu á glæ myndu frekar kjósa þá.

Það gætu verið ein áhrifin. Fylgið samanlagt gæti sveiflast upp í átt að 10 prósentum – það gæti brotið ísinn fyrir þessa flokka og breytt kosningabaráttunni mikið

Svo er spurning hvað sameinar þessa flokka og skilur þá að? Það er ekki sérlega auðvelt að staðsetja þá á ásnum frá  hægri/vinstri.

Píratar tala mikið um internetið og netfrelsi – það höfðar til viss hluta ungra kjósenda. Fyrir marga sem eru eldri virkar það óskiljanlegt.

Dögun er að nokkru leyti stofnuð á grunni Hreyfingarinnar (áður Borgarahreyfingarinnar) en gamli Frjálslyndi flokkurinn er líka umsvifamikill þar innan dyra – þar er mikill áhugi á sjávarútvegsmálum og leiðréttingu á skuldum, minni á ESB. Þar er talsvert af fólki sem hefur lengi verið að bæði í hugmynda- og stjórnmálabaráttunni.

Lýðræðisvaktin er stofnuð í kringum stjórnarskrármál, hún virkar nokkuð opin gagnvart ESB. Talsvert af þekktu fólki hefur verið að taka sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar, en það er spurning hvort það trekkir sérstaklega að.

Það er semsagt varla himinn og haf sem skilur þessa flokka, fremur að það sé bakgrunnur þeirra sem standa að flokkunum  – og jafnvel aldur þeirra.

Til þess er þó að líta að það á eftir að skera úr um hvort þessi leið er yfirleitt fær, bloggarinn Jón Daníelsson lýsir henni svo í pistli hér á Eyjunni:

„Það sem gera þarf er ekki flókið. Lagabókstafsins vegna er nauðsynlegt að stofna formleg stjórnmálasamtök og sækja um listabókstaf í nafni þeirra. Hugsum okkur að þessi formlegu samtök fengju listabókstafinn Ö. Litlu framboðin bjóða síðan fram hvert sinn lista, en undir sama bókstaf. Þannig gætu Píratar haft Ö-lista, Lýðræðisvaktin ÖÖ-lista og Dögun ÖÖÖ-lista.

Litlu framboðin þurfa ekkert annað samstarf sín á milli en aðeins þetta. Þau þurfa ekki að bræða saman stefnuskrár, né neitt annað og fulltrúar þeirra á þingi geta haft jafn ólíkar skoðanir og þeim sýnist.

Það sem breytist er hins vegar þetta: Í stað þess að hvert þessara þriggja framboða fái t.d. 3,2% atkvæða og engan þingmann, fá Ö-listarnir samtals 9,6% atkvæða og alls 6 þingmenn í samræmi við það. Fjöldi þingmanna hvers framboðs ræðst af innbyrðis hlutföllum þessara þriggja Ö-lista.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla