Föstudagurinn langi hefur tekið stórfelldum breytingum.
Í gær var allt opið sem nöfnum tjáir að nefna:
Veitingahús, bókabúðin í Austurstræti, sundlaugar, 10/11 – og það voru sýningar í bíóum.
Helgin er smátt og smátt að mást af þessum degi – enda er bærinn fullur af túristum.
En nú er maður að verða gamall.
Og er nánast farinn að sakna þess hvað var ótrúleg ró á föstudaginn langa.
Helst ekkert nema gamla Gufan, messur og passíur eftir Bach. Og mínúturnar siluðust áfram.
En það er ennþá kostur við þennan dag að hann er alveg laus við bögg. Það er engum sem dettur í hug að ónáða mann.