fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

AK-72: Vigdís, Ásgerður og þróunaraðstoðin

Egill Helgason
Föstudaginn 29. mars 2013 00:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agnar Kristján Þorsteinsson skrifar á bloggsíðu sína AK-72 um þróunaraðstoð Íslendinga og gagnrýni sem hefur heyrst á hana, frá þingkonunni Vigdísi Hauksdóttur og frá Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni Fjölskylduhjálpar Íslands. Báðar hafa sagt að Ísland sé svo illa statt að það hafi ekki efni á að veita þróunarhjálp:

Pistill Agnars er ansi beittur, ég birti hér stóran hluta úr honum, en hann er hér í heild sinni.

„En hversu illa stödd erum við stödd miðað við Malaví og aðrar þjóðir sem við erum hvað mest að aðstoða?

Það er góð spurning.

Enda verður maður að byrja á ákveðinni naflaskoðun fyrst líkt og einn kunningi minn benti fólki á með góðum spurningum á borð við:

Hvernig getur jafnilla stödd þjóð eins og Íslendingar skotið flugeldum upp fyrir hundrað milljónir einu sinni á ári?

Hvernig getur jafnilla stödd þjóð eins og Íslendingar eytt mörgum milljónum í áfengi, vistir og ferðalög fyrir eina ferðahelgi í ágúst sem kostar sitt til viðbótar?

Hvernig getur jafnilla stödd þjóð eins og Íslendingar haft efni á því að ferðast um páska, hvítasunnu og aðrar helgar einnig?

Hvernig getur jafnilla stödd þjóð eins og Íslendingar flykkst út í sólarlandaferðir í þúsundatali á hverju ári?

Hvernig getur jafnilla stödd þjóð eins og Íslendingar keypt snjallsíma og spjaldtölvur í þúsundatali?

Hvernig getur jafnilla stödd þjóð eins og Íslendingar keyrt um á flottum jeppum og dýru bensíni?

Hvernig getur jafnilla stödd þjóð eins og Íslendingar haft efni á því að kaupa sjónvörp, húsgögn og fleira án þess að gamla dótið sé úr sér gengið?

Hvernig getur jafnilla stödd þjóð eins og Íslendingar tekið þátt í Eurovision með pompi og prakt?

Hvernig getur jafnilla stödd þjóð eins og Íslendingar framleitt 200 tonn af páskaeggjum?

Hvernig getur jafnilla stödd þjóð eins og Íslendingar haft efni á að henda mat fyrir þrjátíu milljarða árlega?

Og hvernig í ósköpunum getur jafn illa stödd þjóð eins og Íslendingar haft efni á öllum þessum Internettengingum þar sem legið er í athugasemdadálkum og kvartað undan því hvað við eigum svo bágt að við getum ekki veitt fátækustu þjóðum heims aðstoð og setjum samansemmerki á milli velmegunarkreppu og hörmunganna á Haiti?

Ha, hvernig getum við það?

Og er ástandið svipað og í Malaví eða á Haiti?

Nei?

Þar hafið þið það.

Við erum nefnilega 13. ríkasta þjóð heims.

Og löndin sem við erum að aðstoða í þróunaraðstoð eru með fátækustu löndum heims.

Það er því skammarlegt að reyna að slá einhverjar pólitískar keilur eða yfirbreiða fordóma sína með því að segja að við höfum svo bágt og því getum við ekki aðstoðað hina verst stöddu annars staðar þar sem fólk deyr fyrir aldur fram og lífslíkur barna eru ekki miklar.

Og án þess að gera lítið úr fátækt á Íslandi þá er ómögulegt að bera fátækt vanþróuðu og fátækustu ríkjanna saman við ástandið hér.

Hér hefur ekki orðið hungursneyð, sjúkdómafaraldur, hamfarir og styrjaldir.

Hér varð bara peninga- og velmegunarkreppa.

Og sömu hóparnir og voru fátækir meðan við lifðum í vellystingum „góðærisins“ falska, eru enn fátækir.

En þá var sagt af forsætisráðherra landsins að það væri bara fólk sem hlypi í biðraðir eftir öllu fríu.

Og sumt af því fólki sem kveinar nú tók undir með þeim fyrirlitlega góðærissöng.

Við getum vel séð eftir þeim peningum sem fara í þróunaraðstoð sem á að hækka yfir margra ára tímabil upp í það hlutfall sem aðrar þjóðir nýta í sama málefni.

Og ef við viljum taka á okkar eigin málum þá þurfum við að líta í eigin barm.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla