fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Verður framrás Framsóknar stöðvuð?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 26. mars 2013 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er fylgisaukning Framsóknarflokksins lest sem verður ekki stöðvuð?

Þunginn virðist vera að aukast fremur en hitt – og það er aðeins mánuður til kosninga.

Sjálfstæðisflokkurinn gæti þurft að horfast í augu við það að vera ekki stærsti flokkurinn – tvennar kosningar í röð.

Það er einsdæmi.

Á þeim bæ hlýtur að ríkja skelfingarástand – viðmiðunartalan hjá Sjálfstæðisflokknum var löngum 36 prósent, nú nálgast flokkurinn 23 prósentin sem hann var með í síðustu kosningum.

Mun flokkurinn sætta sig við að fara í ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar?

Það yrðu þung spor fyrir Bjarna Benediktsson, og sennilega lýkur formannstíð hans brátt ef þetta verður niðurstaðan.

Hví sækir Framsókn svona á? Jú, boðskapurinn er einfaldur, tæknileg útfærsluatriði eru ekki sérstaklega að þvælast fyrir, flokkurinn virkar skipulagður, hann er að ná til sín miklu óánægjufylgi – og ekki síst þeim sem eru óánægðir með Sjálfstæðisflokkinn.

Á móti virðist flokkurinn ekki láta það sérstaklega þvæla fyrir sér hvernig eigi að standa við loforðin og markmiðin ef hann kemst í ríkisstjórn. Efasemdirnar eru semsagt ekki að trufla hann. En þetta getur auðvitað þýtt að flokkurinn komist fljótt í vandræði í ríkisstjórn.

Það er svo athyglisvert að samkvæmt könnun MMR eru ný framboð samanlagt með 25 prósenta fylgi, það er vissulega allnokkuð. Þar af er Björt framtíð með 12 prósent.

Hin nýju framboðin eru með 13 prósent samanlagt, en ekkert þeirra er að koma manni á þing. Píratar eru líklegastir.

Hins vegar eru flokkar sem leggja áherslu á björgun heimilanna og stjórnarskrármál ekki að mælast neitt. Sundrungin í þessum framboðum vekur eiginlega furðu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla