fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Mörg dómsmorð

Egill Helgason
Mánudaginn 25. mars 2013 20:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar nefnd skilar skýrslu um Geirfinns- og Guðmundarmál og staðfestir flest sem hefur verið sagt um óeðlilega beitingu gæsluvarðhalds og einangrunar og þvingaðar játningar er ekki úr vegi að rifja upp einhver þyngstu orð sem hafa verið látin falla um málið.

Þau sagði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, úr ræðustóli á Alþingi í október 1998, eftir að Hæstiréttur hafði hafnað því að taka málið upp aftur:

„Ég segi það fyrir mig persónulega að mér urðu mikil vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki séð sig geta haft lagaskilyrði til að taka Geirfinnsmálið upp á nýjan leik. Ég hef fyrir mitt leyti kynnt mér þetta mál rækilega í gegnum tíðina og tel að þar hafi mönnum orðið á í messu í stórkostlegum mæli á nánast öllum stigum málsins. Ég held að þó það hefði verið mjög sársaukafullt fyrir íslenska dómstólakerfið, þá hefði það verið gott og nauðsynlegt, hundahreinsun fyrir okkur ef nota má það óvirðulegt orð, að fara í gegnum það mál allt og með hvaða hætti það var unnið. Þeir sem hafa kynnt sér það mál rækilega geta ekki annað en sagt að þar var víða pottur brotinn […] Það var ekki aðeins eitt dómsmorð framið á allri þessari vegferð, þau voru mörg dómsmorðin sem framin voru á þessari vegferð allri og það er mjög erfitt fyrir okkur að búa við það.“

Það er óvíst hvert framhald verður á málinu eftir útkomu skýrslunnar, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra getur ekki svarað því.

Hæstiréttur neitaði að taka upp málið á sínum tíma – þá voru Sævar Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson enn á lífi. Þeir sátu hvor um sig næstum tvö ár í einangrun.

Það var ekki hægt að taka það upp aftur vegna þess að ekki voru nein ný sönnunargögn.

Í því var stór þversögn: Það voru aldrei nein sönnunargögn.

Bara hæpnar játningar, fengnar fram með þvingunum og innilokun, og tilgátur, líkt og er nú rækilega staðfest með skýrslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla