fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Fjölgar í millilandaflugi, fækkar í innanlandsflugi

Egill Helgason
Mánudaginn 25. mars 2013 06:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið birtir merkilegar upplýsingar um flug á Íslandi, þær eru komnar frá Isavia.

Þar kemur í ljós að flugumferð um Keflavíkurflugvöll fer stöðugt vaxandi, það kemur ekki á óvart, það voru næstum 2,5 milljónir farþega sem höfðu viðkomu á Íslandi á síðasta ári, 300 þúsund fleiri en árið áður.

Á móti skreppur innanlandsflugið stöðugt saman. Fyrir því eru ýmsar ástæður, vegir eru betri og fólk ekur frekar og kannski spilar verðið líka inn í?

Fækkunin er að jafnaði 4 prósent á ári síðustu fimm árin, eða um næstum 200 þúsund farþega síðan 2007.

Umhugsunarefni í þessu er að fjölgun erlendra ferðamanna skilar sér ekki í innanlandsflugið. Þarna er náttúrlega visst óhagræði, ferðamaður sem kemur til Keflavíkur getur ekki farið beint áfram í innanlandsflug, til dæmis til staða eins og Ísafjarðar og Egilsstaða – hann þarf að fara til Reykjavíkur og þar í flug.

En staðreyndin er semsagt sú að það er mun fleira fólk en áður að ferðast um Ísland, en ekki í flugi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla