fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Samfylkingin, stjórnarskráin og sjálfstortímingin

Egill Helgason
Sunnudaginn 17. mars 2013 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin kaus sem formann eina lögfræðinginn í þingliði sínu – og þann þingmann sem hafði hvað minnstan áhuga á stjórnarskrármálinu. Árni Páll hafði margsinnis áður en hann var formaður goldið varhug við að flýta stjórnarskrármálinu of mikið og í miklu ósamlyndi.

Hann situr svo uppi með málið eftir að hann er orðinn formaður. Það er kaldhæðni örlaganna.  Hefur ekki neina brennandi sannfæringu í því og er ekki í þeim hópi sem telur að hægt sé að þrýsta málinu í gegnum þingið. Hann reynir að semja.

Það springur í andlitið á honum – í Samfylkingunni og nálægt flokknum er fólk sem þolir enga eftirgjöf varðandi stjórnarskrána.

Flokkurinn er með innan við helming fylgisins í síðustu kosningum samkvæmt skoðanakönnunum. Fylgið fer svosem ekki langt eða mestanpart yfir til Bjartrar framtíðar þar sem ráða ríkjum tveir fyrrverandi Samfylkingarliðar. Fylgi Samfylkingar og Bjartrar framtíðar kemur úr sama menginu.

Björt framtíð er hins vegar hikandi í stjórnarskrármálinu – þannig verður ekki séð að það sé að hafa sérstök áhrif á fylgið. Það er ekki beinlínis að sópast til þeirra tveggja framboða sem leggja mesta áherslu á stjórnarskrána, Dögunar og Lýðræðisvaktarinnar.

Málið er hins vegar að fara mjög illa með Samfylkinguna – því er líkast að flokkurinn sé kominn í sjálfstortímingarleiðangur kortéri fyrir kosningar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla
Eyjan
Í gær

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið