fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Björgun banka á Kýpur – sem eru fullir af rússnesku fé

Egill Helgason
Laugardaginn 16. mars 2013 23:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir frá Kýpur eru þær nýjustu til að skekja Evrusvæðið.

Kýpverskum bönkum verður bjargað, en það verður lagður skattur á bankainnistæður, þeir sem eiga innistæður undir 100 þúsund evrum greiða af því 6,75 prósent skatt, þeir sem eiga innistæður yfir 100 þúsund evrum greiða 9,9 prósent.

Þetta þykir harkaleg aðgerð – og hún varpar enn frekari efasemdum á evruna. Hversu örugg er hún þá? Gæti hið sama endurtekið sig í öðrum evrulöndum sem eru í efnahagsvandræðum, verður þar líka hægt að ganga með þessum hætti í bankareikninga?

Hér á Íslandi gátum við gert þetta öðruvísi, gengi krónunnar féll, innistæður töpuðu tugum prósenta af verðgildi sínu.

Eitt af því sem flækir málið á Kýpur er gríðarmikið fé sem Rússar eiga í bönkum þar. Sumt af þessu er óhreint fé, annað er sent þangað nokkurn veginn löglega vegna þess að skattar á fjármagn eru mjög lágir á eyjunni. En Kýpur hefur verið stór peningaþvottastöð fyrir Rússland.

Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að Evrópuríki séu treg til að bjarga kýpverskum bönkum án slíkra skilyrða – sem muni ekki eiga við annars staðar í álfunni.

En hvort því er hægt að treysta, það er annað mál?

cyprus4-01ca86955000aa6dd3bef6c4518fdd1f8f94c38c-s6-c10

Auglýsing fyrir rússneskan banka á Kýpur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla
Eyjan
Í gær

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið