fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Enn bullað um Búsáhaldabyltingu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. mars 2013 19:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Makalaust er hvernig sífellt er reynt að gera úr Búsáhaldabyltingunni eitthvað sem hún var ekki.

Í fyrsta lagi var þetta engin bylting, heldur röð mótmæla. Nokkrum sinnum sauð upp úr milli lögreglu og mótmælenda. Eins og oft gerist laða svona átök að sér fólk sem þráir að slást við lögregluna, það gerðist hér líkt og annars staðar í slíku ástandi. Sem betur fer urðu lítil slys á mönnum, í eitt skipti tóku friðsamir mótmælendur sig meira að segja til og vörðu lögregluna fyrir ófriðarseggjum.

Svo er líka verið að reyna að láta líta út að þetta hafi allt verið skipulagt – af hverjum? Jú, það er ýjað að því að Vinstri grænir hafi verið á bak við hina svokölluðu byltingu, og að Álfheiður Ingadóttir hafi verið í lykilhlutverki vegna þess að hún fór út í glugga.

Og nú er upplýst að hún hafi hreytt ónotum í lögreglumann. Það er þá aldeilis. Þetta mun koma fram í nýrri bók um þessa atburði. Jú, auðvitað á fólk að vera kurteist, en ef ekki er eitthvað meira krassandi í bókinni, þá er hún varla mjög spennandi.

En þarna er auðvitað á ferðinni tilraun til að endurskrifa söguna. Með því má kannski reyna að ná einhverju taki í stjórnmálabaráttunni.

Verst að þetta er bull. Ég get staðhæft það, enda var ég beinlínis sjónarvottur – búandi spölkorn frá Austurvelli.

Búsáhaldabyltingin svonefnd var hvorki frækileg frelsisbarátta né skipulagt samsæri – hún endurspeglaði einfaldlega upplausnina sem var í íslensku samfélagi veturinn 2008.

Og hún var ekki skipulögð af Álfheiði og VG, ekki fremur en mótmælaðagerðirnar miklu í þingbyrjun 2010 voru skipulagðar af Sjálfstæðisflokknum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla
Eyjan
Í gær

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið