fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Eftir eldhúsdagsumræður

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. mars 2013 22:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Steingrímsson átti líklega bestu ræðu kvöldsins í eldhúsdagsumræðum. Einfaldlega vegna þess að hann talaði blaðlaust og reyndi að ná beint til áhorfenda.

En um leið átti hann flatneskjulegasta frasann – það var þegar hann fór að vitna í Mary Poppins.

Eldhúsdagsumræðurnar einkenndust annars af taugaveiklun vegna komandi kosninga.

Mikið uppnám ríkir í Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu vegna afleits gengis í skoðanakönnunum.

Sjálfstæðismenn þurfa að sækja á Framsóknarmenn og reyna að sannfæra kjósendur um að hugmyndir þeirra um verðtrygginguna séu óraunhæfar. En það er eins og botninn hafi dottið úr þessu öllu hjá Sjálfstæðisflokknum eftir landsfundinn.

Framsókn mun þurfa að verjast talsvert á næstunni – hún verður aftur og aftur krafin svara um hvernig hún ætli að fara að þessu. Það er næðingsamt á toppnum, þegar fylgið nálgast fjórðung af kjósendum.

Samfylkingin er svo búin að tapa helmingnum af fylgi sínu til Bjartrar framtíðar. Það er erfitt fyrir hana að ná taki á Bjartri framtíð – enda er stefna flokkanna ákaflega svipuð, útgáfa Bjartrar framtíðar er bara aðeins poppaðri.

Samfylkingin fékk 29,8 prósenta fylgi í kosningunum 2009, í nýjustu skoðanakönnun er fylgið 12,4 prósent. Það gæti ef til vill stefnt í Íslandsmet í fylgishruni hjá flokknum, stærra en hjá Sjálfstæðisflokknum milli kosninganna 2007 og 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla
Eyjan
Í gær

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið