fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Hrollvekjandi skip

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. febrúar 2013 12:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eitthvað heillandi við draugaskip.

Hið mannlausa skip Lyubov Orlova er sagt reka stjórnlaust um Norðurhöf – í átt til Íslands og Noregs.

Þetta er fjögur þúsund tonna skip, engin smásmíð.

Og sagt vera fullt af rottum.

Þetta er eins og úr sögu eða kvikmynd, og yfir þessu einhver annarleg, hrollvekjandi fegurð.

Ég kom einu sinni í höfnina í Port Said í Egyptalandi. Hún er risastór og víða gat að líta stór skip sem voru að ryðga í sundur, eins og þau hefðu ekki verið hreyfð í ár eða áratugi.

Það var eitthvað við þessa sjón sem olli því að maður gat ekki slitið sig frá henni.

En rotturnar í Lyubov Orlova hafa varla nóg að éta. Maður þarf ekki mikið hugmyndaflug til að sjá hvernig það getur farið.

Einn vinur minn á Facebook stakk upp á að þegar skipið kæmi að Íslandsströndum væri bara ein, risastór, rotta eftir.

draugaskip_1-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?