Það er til marks um að harðlínan hafi sigrað í Evrópumálunum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að fundurinn hafi samþykkt að loka svokallaðri Evrópustofu.
Í ályktun fundarins segir:
„Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum. Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér.“
Hér má sjá vef Evrópustofu sem stendur fyrir alls konar starfsemi. Það má svosem vera að hún lognist út af ef aðildarviðræðum við ESB verður hætt, eins og allt bendir til. En Íslendingar verða áfram með hlutaaðild að ESB í gegnum EES-samninginn.
Það er furðu sjaldan rætt.