fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Skrautleg saga úr íslensku viðskiptalífi – og næstum ótrúleg

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. febrúar 2013 20:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom verulega á óvart þegar fyrrverandi Exista/Skipta-maðurinn Brynjólfur Bjarnason var gerður að framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands. Framtakssjóðurinn er líklega valdamesti aðilinn í íslensku viðskiptalífi þessa dagana og fer með hlut í mörgum stórfyrirtækjum.

Eða kannski kom það ekkert á óvart – þetta var máski eftir öðru á Íslandi.

Úr fáu hafa íslenskir lífeyrissjóðir farið verr en viðskiptum sínum við Exista – þar sem Brynjólfur var innanbúðar hjá bræðrunum Lýði og Ágústi.

Brynjólfur kom reyndar við sem stjórnarformaður Icelandic Group. Þá sagði Sigrún Davíðsdóttir:

 „Framtakssjóður lífeyrissjóðanna hefur eignast Icelandic Group. Lífeyrissjóðirnir hafa tapað miklu á viðskiptum við Existu. Nýr stjórnarformaður Icelandic kemur úr Existuveldinu. Hvað segir það um viðleitni lífeyrissjóðanna til að byggja upp nýtt og betra Ísland? Spegillinn fjallaði nýlega ‘dekurrófur bankakerfisins,’ félög sem fengu endalaust miklar fyrirgreiðslur. Það má líta á þetta sem meinsemd í íslensku atvinnulífi því það hindraði leiðréttingu rangra ákvarðana. Icelandic Group er í þessum hópi en þrátt fyrir fyrirgreiðslurnar fór félagið fór í þrot, Landsbankinn tók það yfir og seldi Framtakssjóði lífeyrissjóðanna. Nýr stjórnarformaður Icelandic kemur beint úr kollsigldu félagi í Existuveldinu. Hvað segir þetta um endurreisnina í íslensku viðskiptalífi?“

Brynjólfur var líka forstjóri Símans og síðar Skipta, móðurfélags hans. Það lítur út fyrir að ekki hafi neitt alvöru fé verið greitt fyrir Símann þegar hann var einkavæddur, þetta var allt upp á krít – peningarnir komu ekki síst frá lífeyrissjóðunum. Skipti voru í gríðarlegum vandræðum þegar Brynjólfur hætti þar sem forstjóri, og eru enn, og ekki bættu úr skák þungir dómar fyrir samkeppnisbrot. Þá var félag í eigu Brynjólfs einnig tekið til gjaldþrotaskipta og fékkst ekkert upp í kröfur.

En nú er Brynjólfur í þeirri furðulegu stöðu að eiga að gæta fjár lífeyrissjóðanna inni í Framtakssjóði. Þar er orðin til sú hugmynd að kaupa Íslandsbanka í félagi við MP-banka. Þar eru hæg heimatökin, stjórnarformaður MP er Þorsteinn Pálsson, gamall samherji Brynjólfs, og annar samherji, Friðrik Sophusson, er stjórnarformaður Íslandsbanka. Og svo er það Skúli Mogensen, sem er einn af eigendum MP-banka – hinn gamli félagi Bjögólfs Thors Björgólfssonar.

Raunar er ekki vitað að Þorsteinn eða Friðrik hafi neina sérstaka þekkingu á bankarekstri, en slíkt hefur ekki þvælst sérstaklega fyrir mönnum í íslenska bankakerfinu.

Um daginn kom fram í Viðskiptablaðinu að blaðamenn þess vildu reyna að ná tali af Brynjólfi vegna frétta sem þeir voru að skrifa af Framtakssjóði. Hann svaraði þeim ekki. Mér er kunnugt um að fleiri fjölmiðlar hafi fengið sömu viðtökur hjá framkvæmdastjóra Framtakssjóðs – sem er í eigu lífeyrissjóða sem fara með 64 prósent af heildareignum lífeyrissjóðanna  (sem við almenningur greiðum í) – hann ansar þeim ekki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur